Fallegar handgerðar skegggreiður úr uxahorni. Engar tvær greiður eru eins þar sem náttúrulegir tónar úr horninu skína í gegn. Einstök gjöf sem endist ævilangt ef vel er með farið.
Hárvax frá JS Sloane með miklu haldi. Hentar vel til að temja stíft og karaktermikið hár. Vaxið er með indælum ilmi og þvæst auðveldlega úr með vatni.
Stífleiki: Mikill
Líkt og langur dagur í bústaðnum, síðdegispönnukökur í sólinni og kvölddrykkur fyrir framan eldinn. Vinsæla Þingvallalyktin er nú komin á ilmvatnsflöskur. Þetta eru Þingvellir Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi...
Hálendið fyllir vitin og ekkert liggur á. Fjallið gnæfir yfir og dalalæðan leggst í hvilftirnar. Svalandi sopi og beiskt bragð í munni. Þetta er Fjallabaksleið. Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu...