Engar vörur í körfunni
Í nokkur ár hafa Kormákur og Skjöldur unnið að því að koma á laggirnar vörumerkinu Icelandic Tweed og framleiða undir því tweed-efni ofið alfarið úr íslenskri ull. Ullin í tweedinu er í grunnlitunum fjórum þ.e. mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjórum litum hönnum við úrval mynstra og blöndum saman litunum sem síðan mynda heildstæða línu. Ullin kemur frá öllum hornum Íslands, ullarbandið er spunnið af Ístex í Mosfellsbæ og er svo tweedið ofið í einni af bestu ullarmillum Evrópu.
SKOÐAHjá okkur starfa faglærðir klæðskerar með áralanga reynslu. Klæðskeraverkstæðið okkar sér um allt frá minnstu breytingum upp í klæðskerasniðin jakkaföt.