Engar vörur í körfunni
“VIÐ TRÚUM Á LITLA FATASKÁPA OG STÓRA PERSÓNULEIKA.” - Hansen
Þeir sem hafa heimsótt verslun okkar í gegnum árin ættu að þekkja vörurnar frá dönsku vinum okkar hjá HANSEN. HANSEN var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2010 af norska fatahönnuðinum Aase Hansen og danska viðskiptamanninum Per Chrois Christensen. Hugmyndafræði HANSEN er byggð á því að stofna til sterkra og persónulegra tengsla við samstarfsaðila og viðskiptavini.
Það sem hefur alltaf heillað okkur hjá Kormáki & Skildi við fötin frá HANSEN er hversu vönduð og falleg þau eru en samt hversdagsleg og afslöppuð. Fyrr á árum vann fólk öll möguleg störf í jakkafötum, hvort sem það var verið að leggja vegi eða vinna í verslun. Það að eiga vönduð jakkaföt til að skella sér í á þriðjudegi og takast á við daginn er mikill lúxus.
Það hefur myndast mikil og sterk vinátta á milli okkar og fólksins á bak við HANSEN og hefur í gegnum árin myndast traustur hópur aðdáenda merkisins hér á landi. Enda kunna íslendingar vel að meta afslappaðan stílinn og vandað handverkið. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ FRÁ HANSEN HÉR