Astorflex - Ítalskir og Náttúrulegir Gæðaskór

Astorflex - Ítalskir og Náttúrulegir Gæðaskór


 

Við kynnum til leiks nýtt skómerki í versluninni hjá okkur, Astorflex. Fabio Travenzoli sem á og rekur Astorflex kemur úr mikilli skósmíðafjölskyldu. Hann tók við fyrirtækinu af föður sínum sem ásamt bróður sínum tók við af föður þeirra sem hafði tekið við af föður sínum. Þannig eru skórnir sem við færum ykkur í dag afrakstur fjögurra kynslóða af ítölsum skósmiðum. 

Skórnir, sem koma frá Lombardy-héraði á Ítalíu, eru framleiddir úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Kálfaleðrið er litað með blöndu af vatni, eikarberki og mimosa plöntu án aðkomu litarefna eða annarra ónátturulegra efna. Þetta verður til þess að leðrið andar betur, minnkar lykt og minnkar líkur á ofnæmisviðbrögðum. Sólarnir eru síðan flestir unnir úr náttúrulegu latexi úr gúmmítrjám (hevea brasilianis).

Astorflex skór

Handgerðir skórnir eru einstaklega léttir og þægilegir. Krefjast þess ekki að vera gengnir til og fara einstaklega vel með þann sem er svo heppinn að ganga í þeim. Starfsfólk Kormáks & Skjaldar er virkilega hrifið af þessum skemmtilegu skóm og erum við stolt af því að fá að bjóða ykkur upp á þessa gæðavöru.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA ASTORFLEX ÚRVALIÐ OKKAR

« Back to Blog

EFST Á SÍÐU