Ný skeggolía frá Captain Fawcett. 10ml ferðaútgáfa.
Ilmar af ferskum tóbakslaufum, skógarbotni, vanillu, humlum, rommi og appelsínuberki. Æðisleg blanda.
Hálendið fyllir vitin og ekkert liggur á. Fjallið gnæfir yfir og dalalæðan leggst í hvilftirnar. Svalandi sopi og beiskt bragð í munni. Þetta er Fjallabaksleið. Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu...
Vax fyrir yfirvaraskeggið frá Captain Fawcett. Einstök blanda af bývaxi og ilmkjarnaolíum. Ilmar af ferskum tóbakslaufum, skógarbotni, vanillu, humlum, rommi og appelsínuberki. Æðisleg blanda.